Varmá í Hveragerði ’13

Fór nokkrum sinnum í Varmá í Hveragerði þetta árið með misjöfnum árangri.
Ákvað fyrst að fá mér stöng fyrir afmælið hjá mér um miðjan apríl … svona einskonar afmælisferð, þó svo kuldi væri í lofti. Var búinn að heyra af góðri veiði í ánni og langaði að reyna sjálfur.

Bauð Sæþóri með mér, því mig langaði ekki að vera einn á staðnum, svona ef ske kynni að maður fengi nú eitthvað, þá væri nú gott að hafa einhvern á myndavélinni.
Það varð því úr að við mættum á staðinn eldsnemma um morgun í fimm stiga frosti og norðan garra. Við sögðum við okkur sjálfa að við værum ruglaðir að bara reyna þetta, og dúðuðum okkur upp í hlýjar peysur og úlpur.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég veiði fyrir neðan brú, og í raun önnur veiðiferðin mín í Varmá í Hveragerði, svo að það eina sem maður þekkti af veiðistöðunum var það sem maður var búinn að lesa sig til um og njósna frá veiðisnillingum.

Fyrsta stopp var Hornið, sem er fyrir ofan fiskeldisstöðina. Hafði heyrt að þessi staður gæti stundum gefið einn og einn fisk … og já … ég var með fisk á í fyrsta kasti, gapandi af undrun. Þarna kom á land 4.5 punda fallegur sjóbirtingur.
Glæsileg byrjun þetta!

Við örkuðum áfram niður í Stöðvarhylinn, sem eftirá, hafði ég heyrt að væri frægur hylur með marga fiskana yfirleitt.

Og þeir létu ekki á sé standa, og fékk ég margar tökur, og flottir fiskar komu á land, allt frá 4 og upp í 10 punda fiska.

Við löbbuðum svo niður með ánni og reyndum fyrir okkur á leiðinni.
Sáum fiska á mörgum stöðum, en oftast vorum við ekki nógu passasamir, og fiskurinn lét sig hverfa. Náði þó að fá einn til að bíta á, en honum tókst að losa sig eftir stutta viðureign.

Við vorum komnir niður að hylnum fyrir neðan teljarann, að ég fæ þunga töku í fyrsta kasti. Mikill djöfulgangur og læti, og sé ég að þetta er risa birtingur þegar hann stekkur upp úr hylnum.

Eftir þónokkra viðureign nær hann hinsvegar að losa sig með þvíað fara einhvernveginn í stóran stein sem er þarna, og sit ég eftir með sárt ennið.

Ekkert mál … nóg eftir af deginum.
Fékk margar flottar tökur eftir þetta í stöðvarhylnum og endaði ég daginn á um 9 eða 10 lönduðum fiskum, mest sjóbirtingar, en eitthvað af staðbundnum urriða líka.

Flugurnar sem ég notaði voru aðalega straumflugur, nobblerar, dýrbítar, Black Ghost, Black Ghost sunburst, og svo Super Tinsel.

Fór aftur ca viku síðar með Sigga og Steina, og ekki gekk okkur vel í þeirri ferðinni.
Stöðvarhylurinn var pakk fullur af fiski sem bara snerti ekki flugurinar okkar … fengum barasta ekki nart!

Þarna hittum við aftur Hrafn og Þorstein veiðisnillinga, og já … þessir herramenn kunna sko sitt fag.
Þeir hreinlega mokuðu honum upp úr Stöðvarhylnum og öðrum stöðum á upstream púpuveiði. Snillingar!
Hinsvegar varð þetta að núlli hjá okkur í þessa ferðina.

Þriðja ferðin var farin ca viku síðar og það var sama sagan, okkur gekk ekki alveg nógu vel. Siggi fékk hinsvegar einn fallegan sjóbirting og ég fékk einn þokkalegan urriða, svo við vorum sáttir. Núlluðum allavega ekki.

Fórum svo eina haustferð, ég og Siggi.
Fórum aðeins upp fyrir brú án þess að verða mikið varirr við annað en 200 gramma fiska sem voru á í öðru hverju kasti.

Fórum svo í Stöðvarhylinn sem gaf okkur ekki annað en sitthvorn álinn … brrr … slimy fellas

Teljarinn gaf mér einn svona þokkalegan urriða, ekkert beast, en samt náði ég að brjóta toppinn af fjarkanum mínum.

Árið enda því ekki á sömu nótum og árið áður þarna í Varmá, en þetta er samt bara gaman, og er þetta bara eitt af því sem gerir þetta svo gaman. Maður er ekkert endilega í mokveiði allan tímann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s