Sniðugar græjur til að hafa með sér í veiðina

Veiðidellumaður eins og ég er alltaf að skoða hvort það leynast ekki einhverjar sniðugar, og nytsamlegar græjur sem ekki kosta báða handleggi og nýru til að kaupa. Og oftar en ekki rekst maður á sitthvað sem er sniðugt.

Eftirfarandi tveir hlutir láta ekki mikið fyrir sér fara, en eru alveg asskoti góðir í veiðina, og hafa reynst mér afburða vel.

Magnetic Tippet Threader

Hver kannst t.d. ekki við erfiðleika sem upp koma við ýmsar aðstæður, við að þræða flugur?
Eflaust margir þegar hugurinn fer að reika aftur að veiðiferðinni þegar t.d. var farið að rökkva, eða flugan var svo lítil, og svo framvegis.

MTT Copper John1Þennan hlut fann ég á netinu og borgaði einungis fáeina dollara fyrir, en alger snilldargræja sem þetta er.
Þetta er fluguþræðari með segli sem virkar þannig að á þeirri hlið sem þræðingin fer fram er rauf eins og sést á myndinni. Öll þessi plata er með segli þaning að maður leggur einfaldlega fluguna í raufina, og ekkert mál er að þræða fluguna, því raufin vísar leiðina beint í augað á flugunni, og flugan helst á sama stað vegna segulsins. Hægt að gera þetta blindandi 🙂

Mæli klárlega með þessari einföldu og ódýru græju sem eflaust á eftir að hjálpa mörgum.
Hér er hægt að sjá hversu auðvelt er að nota þessa græju.

Tie-Fast Knot Tyer

Önnur græja sem ég fann á netinu, og lætur ekki mikið fyrir sér fara, og er í raun þannig útlítandi að maður veit í fyrstu ekki hvað þetta er.

tie-Fast_knot_tying_toolEn þetta er hnúta hnýtari sem er kallaður „Tie-Fast Knot Tyer“

Með þessari litlu einföldu græju er hægt er að hnýta flugur og öngla á taumefni, frábær í að hnýta t.d. nagla hnút þegar t.d. þarf að tengja saman taumefni og flugulínu. Eða bara til að splæsa 2 tauma saman, svo eitthvað sé nefnt.

Segi bara, frábær lítil græja fyrir alla þá sem ekki eru of færir í hnútum, og vissulega líka fyrir lengra komna 😉

Mæli sterklega með þessum 2 afburða hlutum í veiðigræjusafnið.

Hægt er að versla þessa hluti af t.d. ebay.com, en ég versla mikið af allskyns drasli þar 🙂

Tie-Fast Knot Tyer
Magnetic Tippet Threader

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s