Veiðin hafin og pennaletin að drepa mann – Varmá í vorveiði

Veiðin hófst með látum þann 2. apríl hjá mér, og viti menn, letin við að blogga tók völd, enda ekki mikill tími sem maður vildi fara gefa sér í að hanga fyrir framan tölvu og skrifa þegar hægt var að skella sér niður að á, eða vatni, mundaður flugustönginnni.

Ætla því að reyna bæta aðeins úr núna og gera smá samantekt um það sem búið er að gerast það sem af er tímabilinu, en farið var í nokkrar ferðir, svosem Varmá Í Hveragerði, Steinsmýrarvötn, Hlíðarvatn í Selvogi, og svo auðvitað Þingvellir þar sem ég og félagarnir erum búnir að vera nánast daglegir gestir frá opnun, enda enginn staður jafn frábær.

Veiðin hófst með Varmá í Hveragerði þann 2. apríl, og það var spenningur í mönnum. Varmá hafði tekið vel á móti mér árið áður og var vonin því að þetta árið yrði ekki síðra.

Ég var á móti Sigga á stöng, og svo kom Nonni líka sem deildi stöng með Hlyn.

Við Siggi höfðum ákveðið að reyna við efri svæðin fyrir hádegi, taka Stöðvarhylinn, og jafnvel kíkja uppeftir, en fara svo á Bakkana eftir hádegi.

Mættir fyrir allar aldirVorum mættir fyrir allar aldir, enda fyrsti dagurinn og vildum ekki missa neina mínútu. Hausljósin munduð og græjurnar settar saman í myrkrinu.

Og mættir niður að Beygjunni rétt þegar var farið að birta.
Ekki gaf hann sig þar, en við stoppuðum stutt við, enda á leið niður að Stöðvarhyl.

Stöðvarhylurinn var hinsvegar ferkar hljóður fyrst um sinn, eða þar til fór að birta aðeins, en þá fór maður að sjá fisk vera að velta sér, og ekki leið að löngu þar til fiskur var kominn á, og feit bleikja var dregin á land.

Nonni og Hlynur mættu svo þegar klukkan var farin að nálgast átta, og ekki leið á löngu þar til Nonni var kominn með svaka fisk á sem djöflaðist eins og ég veit ekki hvað. Hrikalega flottur urriði og farið var að hitna í hamsi hjá okkur fjórum.

Og hver fiskurinn á eftir öðrum tekur agnið … en allt bleikjur. Og engar smá hlussur… 6 ~ 8 punda bleikjur voru algengar.
Þetta var orðið undarlegt… mættir í sjóbirtingsveiði og fáum eingöngu bleikjur??!!

Á seinni vaktinni ákveðum við Siggi að kíkja uppfyrir brú og kanna hvort eitthvað sé að hafa á þessum svæðum í vorveiðinni.
Fossinn gaf okkur ekkert, en við stoppuðum stutt þar, og héldum uppað Frost & Funa.
Og þar tók 45cm sjóbirtingsgeldingur, en svo ekki söguna meir.

Ákváðum að taka þá Bakkana sem eru neðstu svæðin í von um að birtingurinn héldi sig þar á leið niður.

Ekki leið á löngu þar til sá fyrsti kom á, en aftur geldingur sem var um 40cm.

Siggi setur þá í risavaxinn sjóbirting sem djöflaðist eins og ég veit ekki hvað. Tók stökkið einu sinni og kom allur uppúr. Þetta var án efa um 10 punda fiskur … sem náði að losa sig stuttu eftir hástökkið.

Það gerðist ekki mikið eftir þetta. Nokkrir minni geldingar bitu á agnið þar til við ákváðum að yfirgefa Varmánna þetta skiptið, orðnir blautir og kaldir eftir daginn.

Hefðum viljað sjá meira af urriða og sjórbirting, en náðum að landa þónokkrum fjölda fiska, og því ánægðir hvernig vertíðin tók á móti okkur.

 

Fór aftur 16. apríl með Sæþóri og Hauki, og það var sama sagan … hellingur af þessum bleikjum í Stöðvarhylnum, fyrir utan að Haukur setti í sama urriðann og Nonni hafði sett í í fyrri ferðinni. Glæsilegt það!

Bakkarnir gáfu okkur bara sjóbirtingsgeldinga í minni gerðinni, 35 ~ 45cm langa.

Og þegar komið var fram í maí ákvað ég að fá mér einn dag, til að reyna við bleikjurnar í upstream veiði á nýju fimmunni sem ég hafði fengið mér um veturinn.

Og my god… Stöðvarhylurinn var hreinlega stappfullur af bleikjum. Held ég hafi talið um 40 hlunkableikjur bleikjur þarna… engin furða að það sé enginn urriði þarna. Það er ekkert pláss lengur 😦

Hitti á hann Hrafn félaga þarna þennan dag sem sagði mér frá því að þessar bleikjur væru úr stöðinni þarna við hliðina, en þeim hafði verið sleppt út í ánna um veturinn. Ferlega leiðinlegt svona…

Vona að SVFR taki sig nú á og hreinsi upp þessar stöðvarbleikjur svo náttúrulegi fiskurinn komist nú að þarna, en það er jú hann sem fólk er á eftir þegar verslað er leyfi í Varmá.

Eldisfisk er hægt að fá bara í Bónus eða Krónunni.

Nú er bara að vona að haustveiðin verði skaplegri með gnægð sjóbirtings og jafnvel einhverju fleiru… bara ekki eldisfisk 🙂

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s